Fundur fyrir barna- og unglingaráð, yfirþjálfara yngri flokka og aðra sem koma að starfsemi yngri flokka félaga fer fram á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ sunnudaginn 25. janúar.
Fundurinn hefst klukkan 11:00 og er áætlað að honum ljúki um 13:00.
Er fundurinn fyrst og fremst hugsaður sem vettvangur fyrir fólk í svipaðri stöðu innan félaganna til að spegla sín mál, deila því sem vel hefur gengið sem og helstu áskorunum og að mynda tengsl.
Fundurinn er hugsaður fyrir meðlimi barna- og unglingaráða, yfirþjálfara yngri flokka og alla þá sem koma að starfi yngri flokka í fótbolta. Skráning hefur gengið vel og enn er hægt að skrá sig með því að smella hér.
Dagskrá:
11:00 – 11:05 Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, opnar fundinn
11:05 – 11:20 Óskar Örn Guðbrandsson, starfsmaður á markaðssviði KSÍ, segir frá smáforriti KSÍ
11:20 – 11:50 Strúktúr félaga – Inngangur frá Eysteini
11:50 – 12:20 Fjármál BUR – Inngangur frá Írisi Elíasdóttur, formanni barna- og unglingaráðs ÍR.
12:20 – 12:50 Afreksstarf yngri flokka – Inngangur frá Jörundi Áka Sveinssyni, sviðsstjóra Afrekssviðs KSÍ
12:50 – 13:00 Samantekt