Valmynd
Flýtileiðir
6. júní 2003
Fjöldi fólks hefur haft samband við KSÍ og beðið um gögnin sem voru afhend á sameiginlegri ráðstefnu KSÍ og ÍSÍ um þjálfun barna í knattspyrnu þann 31. maí síðastliðinn. Ætlunin er að koma þeim fyrir á fræðsluvef KSÍ strax eftir helgi ásamt svörum við spurningum ráðstefnugesta. Því miður næst ekki að koma gögnunum fyrir á vefnum í dag vegna anna við undirbúning leiks Íslands og Færeyja.