Sunnudaginn 7. júní mun KSÍ standa fyrir Grasrótarnámskeiði fyrir þjálfara. Námskeiðið er opið öllum þjálfurum, en hentar mjög vel þjálfurum yngri flokka og kennurum og aðstoðarmönnum í knattspyrnuskólum félaga. Því eru félög sem starfrækja knattspyrnuskóla í sumar eindregið hvött til að senda kennarana og aðstoðarmenn þeirra á þetta námskeið og jafnframt aðra sem koma að starfi í knattspyrnuskólum.
Námskeiðið er átta tímar og telur upp í endurmenntun hjá UEFA B þjálfurum en þjálfarar sem eru með UEFA B þjálfararéttindi þufa að sýna fram á 15 tíma í endurmenntun á þriggja ára fresti til að viðhalda réttindunum.
Þátttakendur námskeiðsins sem þegar hafa lokið fyrstu tveimur stigunum í þjálfaramenntun hjá KSÍ fá afhenta sérstaka Grasrótarviðurkenningu KSÍ og UEFA að námskeiðinu loknu.
Námskeiðið er haldið í Fræðslusetri KSÍ í Laugardal. Það hefst kl. 9:00 og áætlað er að því verði lokið kl. 18:00. Þátttökugjald er 2.000 kr. og skráning er hafin. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is eða með því að hringja í síma 510-2977.