Knattspyrnudeild Gróttu óskar eftir að ráða þjálfara fyrir yngri flokka kvenna. Kvenþjálfarar eru sérstaklega hvattir til þess að sækja um.
Knattspyrnudeild Gróttu starfrækir alla karlaflokka sem í boði eru og er kvennafótboltinn í hraðri sókn.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Úlfur Blandon yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar í síma 697-4728. Vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá á ulfur06@ru.is fyrir föstudaginn 16.september. Íþróttafræði- eða uppeldismenntun er kostur og æskilegt að viðkomandi hafi sótt námskeið KSÍ. Viðkomandi myndi hefja störf 1. október
Grótta greiðir samkeppnisfær laun fyrir þjálfun og leggur mikla áherslu á að mennta þjálfara sína eins og best verður á kosið. Grótta hefur afnot af glæsilegum gervigrasvelli við hlið Íþróttahúss Seltjarnarness og World Class á Seltjarnarnesi auk grasæfingasvæðis á Valhúsahæð. Öllum umsóknum verður svarað – og er fullum trúnaði heitið.