Knattspyrnusamband Íslands verður með grunnnámskeið í markmannsþjálfun dagana 28.-29. nóvember 2025. Námskeiðið fer fram í Mosfellsbæ.
Námskeiðið hentar öllum þjálfurum sem vilja bæta sig í þessum mikilvæga þætti leiksins, markmannsþjálfun. Námskeiðið er auk þess undanfari KSÍ B Markmannsþjálfaragráðunnar, en stefnt er á að hefja nýtt námskeið á vorönn 2026.
Allir markmannsþjálfarar sem stefna á að taka KSÍ B Markmannsþjálfaragráðu þurfa fyrst að sækja Grunnnámskeið KSÍ í markmannsþjálfun, auk þess að hafa klárað KSÍ C þjálfaragráðu.
Námskeiðsgjaldið er 40.000 kr.
Opið er fyrir skráningu og lýkur henni þriðjudaginn 25. nóvember. Hægt er að skrá sig hér.
Grunnnámskeið KSÍ í markmannsþjálfun - dagskrá
Föstudagur, 28. nóvember 2025 (Varmá fyrir matarhlé og Fellið eftir matarhlé)
16:00-17:30
17:30-18:00
18:00-21:00
Laugardagur, 29. nóvember 2025 (Fellið)
11.30-14.30