Í tengslum við komu IFK Gautaborgar á VISA-Rey Cup þá mun Roger Fridlund fræðslustjóri fótboltaakademíu félagsins verða með hádegisfyrirlestur föstudaginn 28. júlí.
Fyrirlesturinn fer fram í húnæði Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal, E sal 2. hæð.
Lengd fyrirlesturs er ca 90-120 mínútur með fyrirspurnum.
Fyrirlesturinn er á ensku.
Innihald fyrirlesturs:
Fræðsluefnið "Secrets of Soccer" er notað við þjálfun barna og unglinga frá byrjun og upp til 19 ára aldurs. Þessi fyrirlestur nýtist þannig þjálfurum á öllum aldursstigum, þ.e.a.s. frá fótboltaskólanum hjá þeim yngstu til 2.flokks.
Efnið sem er í þessum pakka sem inniheldur "Leyndardóma fótboltans" er mjög efnismikið, allt frá fíntækni, sendingum, varnarleik, sóknarleik og til sálfræðinnar. Farið er yfir öll svið knattspyrnuþjálfunarinnar og er efnið mjög áhugavert.
*Boðið upp á hádegissnarl.
