Frá ÍSÍ:
ÍSÍ vekur athygli á eftirfarandi viðburði:
Mánudaginn 28. október kl.12.30-14.00 halda Samtökin '78 kynningu á fræðsluefni undir yfirskriftinni Hinsegin börn og ungmenni í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi. Kynningin verður haldin í Íþróttamiðstöðinni Engjavegi 6, í sal B og C á 3. hæð.
Kynntir verða þrír bæklingar, sem allir innihalda leiðbeiningar til þeirra sem bera ábyrgð á íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi, en hver bæklingur hefur sitt sérkenni:
Samhliða bæklingunum verða kynnt tvö plaköt:
Efnið er afrakstur verkefnis sem Samtökin '78 vann með og fyrir mennta- og barnamálaráðuneytið og er liður í aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks.
Eitt af meginmarkmiðum ÍSÍ er að berjast gegn hvers konar mismunun og ofbeldi í íþróttum, hvort sem um er að tefla mismunun vegna kynþáttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar eða af öðrum toga. ÍSÍ hvetur öll, sem málið varðar, til að mæta á kynninguna.