HK leitar er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að leggja sitt af mörkum við að efla starf knattspyrnudeildarinnar. Viðkomandi verður að geta hafið störf 1.júní næstkomandi.
Tekið verður á móti umsóknum til 21.maí og skulu þær berast á netfangið olithor@hk.is. Með umsókninni skal fylgja ferilskrá um:
· Þjálfaraferill
· Menntun
Stjórn Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar HK áskilur sér rétt til að ganga til samninga við hvern af hæfum umsækjendum sem er eða hafna öllum.
Nánari upplýsingar veitir íþróttastjóri HK, Óli Þór Júlíusson, olithor@hk.is, eða í síma 897-8730.