Verslun
Leit
Fræðsla
Howard Wilkinson
Howard_Wilkinson

Howard Wilkinson mun vera á Íslandi dagana 10.-12.ágúst að meta UEFA A umsókn KSÍ.  Howard kemur til landsins á vegum UEFA m.a. til þess að fylgjast með verklegum prófum á KSÍ VII þjálfaranámskeiðinu sem er í gangi um þessar mundir.

Howard mun svo gefa skýrslu til UEFA í framhaldinu.  KSÍ vonast eftir að fá samþykki  á umsóknina á fundi UEFA í september.  Þegar samþykki hefur fengist getur KSÍ boðið íslenskum þjálfurum upp á UEFA A gráðu í þjálfaramenntun.