Valmynd
Flýtileiðir
6. febrúar 2002
Ómar Smárason, starfsmaður KSÍ, mun sitja ráðstefnu hjá UEFA dagana 7. og 8. febrúar um Internetmál hjá knattspyrnusamböndum innan UEFA og hjá Knattspyrnusambandi Evrópu sjálfu. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefna þessi er haldin og fer hún fram í höfuðstöðvum UEFA í Sviss. Tilgangur ráðstefnunnar er m.a. að efla samstarf aðildarlandanna og UEFA á sviði Internetmála.