Verslun
Leit
Fræðsla
ÍR
irgif

Unglingaráð knattspyrnudeildar ÍR óskar eftir að ráða áhugasaman þjálfara fyrir 4. flokk karla.  Þjálfaramenntun er skilyrði og reynsla æskileg. 

Unglingaráð leggur metnað sinn í að þjálfun og umhyggja fyrir iðkendum yngri flokka félagins takist vel.  Umsækjandi þarf að hafa metnað til góðs og uppbyggilegs starfs.  Foreldraráð er mjög virkt og samvinna öll mjög góð. 

Iðkendur í 4. flokki karla eru á milli 50 og 60.  Aðstoðarþjálfari er fyrir hendi.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Steinn Einarsson, formaður unglingaráðs, í síma 821-4052, eða með fyrirspurnum á netfangið hvekkur@mi.is.

Skrifleg umsókn skal send á sama netfang.