Valmynd
Flýtileiðir
27. janúar 2010
Í gærkvöldi hófst hér á landi ráðstefna á vegum UEFA þar sem íslensk kvennaknattspyrna er kynnt fyrir hópum frá Austurríki, Færeyjum og Portúgal. Ráðstefnan er hluti af verkefni UEFA þar sem kallast "UEFA Study Group Scheme" en þar miðla þjóðir innan UEFA reynslu sinni til annarra aðildarþjóða.
Á ráðstefnunni eru ýmsir fyrirlestrar á dagskrá sem og að rástefnugestir heimsækja m.a. Breiðablik og Val og fylgjast með æfingum hjá kvennaliðum félaganna. Ráðstefnunni lýkur svo á morgun.
