Íþróttafélagið Völsungur auglýsir eftir knattspyrnuþjálfurum fyrir 3. til 7.flokk drengja og stúlkna. Einnig auglýsir félagið eftir yfirþjálfara fyrir yngri flokka félagsins.
Æskilegt er að umsækjendur búi yfir menntun og/eða reynslu af knattspyrnuþjálfun.
Frábært tækifæri fyrir metnaðarfulla einstaklinga að starfa í góðu umhverfi hjá metnaðarfullu félagi.
Öllum umsóknum verður svarað en áhugasamir geta sent inn umsóknir eða fyrirspurnir á netfangið volsungur@volsungur.is fyrir föstudaginn 15.september. Með umsóknum skulu fylgja upplýsingar um menntun og reynslu.
Nánari upplýsingar veitir Jóhann Gunnarsson í síma 895-3302