Dagana 4.-7. maí fer hópur kennara af þjálfaranámskeiðum KSÍ í heimsókn til norska knattspyrnusambandsins í þeim tilgangi að kynna sér fyrirkomulag Norðmanna í menntun þjálfara. Ferðin er hluti af UEFA Study Group Scheme sem sett var á laggirnar á síðasta ári. En með því verkefni gerir UEFA öllum knattspyrnusamböndum í Evrópu kleift að heimsækja önnur knattspyrnusambönd og kynna sér starfsemi þeirra. Hámarksfjöldi í slíkar ferðir er 11 manns.
Knattspyrnusamband Íslands fór í tvær slíkar ferðir á síðasta ári, annars vegar til Sviss til að kynna sér þjálfun afreks unglinga í knattspyrnu og hins vegar til Finnlands til að kynna sér knattspyrnu kvenna þar í landi.
Hópurinn sem fer út að þessu sinni er skipaður eftirfarandi kennurum:
Starfsmaður KSÍ í ferðinni er Dagur Sveinn Dagbjartsson.
Dagskrá heimsóknarinnar mér sjá hér.