Nú er hafinn marsmánuður, sem er auðvitað miklu meira en bara einn af tólf mánuðum ársins. Þetta er Mottumars, og mun knattspyrnuhreyfingin að sjálfsögðu taka virkan þátt eins og áður. Knattspyrnumenn um land allt safna glæsilegum mottum til styrktar þessu mikilvæga málefni. KSÍ hvetur alla sem þetta lesa til að skella sér inn á http://www.mottumars.is/ og skrá sig til þátttöku.

Þegar myndarlegri mottu hefur verið safnað eru menn hvattir til að skella sér í búning íslensks knattspyrnuliðs (landslið eða félagslið), senda mynd af dýrðinni á ksi@ksi.is og myndin verður þá birt á Facebook síðu KSÍ!