Valmynd
Flýtileiðir
7. júlí 2009
Í dag mun Gunnar Einarsson vera með knattþrautir KSÍ á Reyðarfirði fyrir 5. flokk karla og kvenna. Gunnar verður í Fjarðabyggðahöllinni kl. 16:30 en þangað munu koma iðkendur frá Neskaupsstað, Eskifirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og jafnvel víðar.
Á morgun verða knattþrautirnar á Seyðisfirði kl. 11 og á Egilsstöðum kl. 14:00.
Föstudaginn 10. júlí verður Gunnar svo á ferðinni með knattþrautir í Keflavík kl. 11:00 fyrir 5. flokk karla og kvenna og kl. 14:00 eru það strákarnir í Sandgerði sem að spreyta sig.
