Verslun
Leit
2223235202

Könnun um hagræðingu úrslita

Lyfjaeftirlit Íslands stendur þessa dagana fyrir könnun sem miðar að því að kanna skilning, vitund og viðhorf til hagræðingar úrslita í íþróttum. Niðurstöður könnunarinnar munu nýtast samráðsvettvangi gegn hagræðingu úrslita íþróttakappleikja í áframhaldandi störfum sínum.

Lyfjaeftirlit Íslands

Könnunin var þróuð af Ground Working Group, sem var settur á laggirnar af Evrópuráðinu til að greina núverandi fræðsluáætlanir um hagræðingu úrslita, meta hvernig þátttakendur fá fræðsluefni, kanna vitund þeirra, safna saman skoðunum þeirra á málefninu og öðlast skilning á því hvort þeir hafi orðið vitni að hegðun sem felur í sér hagræðingu úrslita í íþróttum.

Tilgangur þessarar könnunar er að meta hversu vel íþróttamenn, aðstoðarfólk íþróttamanna, starfsfólk og dómarar skilja það vandamál sem nefnist hagræðing úrslita. Könnunin nær utan um þá fræðslu sem þátttakendur hafa fengið, vitund þeirra um málefnið og hvort þeir hafi orðið varir við hegðun sem bendir t il hagræðingar úrslita. 

KSÍ hefur sent könnunina og upplýsingar um hana til sinna aðildarfélaga.

Hagræðing úrslita — (e. match-fixing) — á sér stað þegar einstaklingar hafa vísvitandi áhrif á úrslit eða framvindu íþróttaviðburða í þeim tilgangi að hljóta óeðlilegt eða ósanngjarnt forskot. Slík háttsemi grefur undan heiðarleika og heilindum íþrótta og er vaxandi áhyggjuefni í íþróttum á heimsvísu. Frá árinu 2019 hafa mörg ríki undirritað og fullgilt Macolin-samninginn, sem er alþjóðlegur lagarammi sem ætlað er að sporna gegn hagræðingu úrslita í íþróttum. Í samningnum er hagræðing úrslita skilgreint sem „fyrirkomulag, gjörningur eða aðgerðaleysi sem er af ásetningi og miðar að því að breyta úrslitum eða gangi íþróttakeppni með óviðeigandi hætti í því skyni að víkja alfarið eða að hluta til frá hinu ófyrirsjáanlega eðli fyrrnefndrar íþróttakeppni til þess aftur að ná fram óréttmætum ávinningi fyrir sjálfan sig eða aðra. “