Knattspyrnusamband Íslands mun halda KSÍ I þjálfaranámskeið á Reyðarfirði helgina 29. september - 1. október nk. Námskeiðið fer fram í Grunnskóla Reyðarfjarðar og í Fjarðabyggðahöllinni.
Námskeiðsgjaldið er 19.000 kr.
Dagskrá námskeiðsins má finna hér.
KSÍ I þjálfaranámskeið er fyrsta skref í menntunarkerfi KSÍ en KSÍ B/UEFA B þjálfaragráðan samanstendur af fimm helgarnámskeiðum, verkefnavinnu og skriflegu prófi. Skipulag þjálfaranámskeiða má einnig finna í viðhengi og þar má sjá að 1. stigs þjálfaramenntun veitir réttindi til að starfa sem aðstoðarþjálfari eða markmannsþjálfari í 5., 6., 7. og 8. flokki.