Knattspyrnusamband Íslands mun halda 3. stigs þjálfaranámskeið helgina 21.-23. nóvember. Námskeiðið er opið öllum sem lokið hafa við fyrstu tvö stigin, þ.e. KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið.
Námskeiðið fjallar um þjálfun barna og unglinga að 18 ára aldri. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og efnistök námskeiðsins eru:
Áætlunargerð og knattspyrnuleg markmið félags/flokks
Þjálffræði - þol og styrktarþjálfun fyrir knattspyrnu
Skyndihjálp og meiðsli í knattspyrnu
Endurlífgun
Markmannsþjálfun - grunnatriði í markvörslu
Leikfræði liðsins - liðsuppstillingar og föst leikatriði
Fótbolti fyrir fatlaða - Special Olympics
Íþróttasálfræði - endurgjöf
Íþróttasálfræði - áhugahvöt
Leikgreining
Verkefni, 20 tímar í þjálfun hjá félagi
Dagskrá námskeiðsins er í vinnslu og verður auglýst eins fljótt og hægt er. Námskeiðsgjald er 25.500 kr.
Opið er fyrir skráningu á námskeiðið en hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is og eins með því að hringja í síma 510-2977. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja skráningunni: Nafn, kennitala, tölvupóstfang, símanúmer og félag.