Miðvikudaginn 2. desember munu landsliðaþjálfarar U17 og U19 karla og kvenna halda kynningarfund á starfi liðanna.
Fundurinn verður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum.
20:00-21:00 U17 og U19 kvenna
21:00-22:00 U17 og U19 karla
Þjálfarar eru hvattir til að mæta og kynna sér starf landsliðanna. Þarna er kjörið tækifæri til að eiga góðar umræður og koma sínum skoðunum á framfæri.
Þjálfurum félagsliða utan að landi sem eiga erfitt með að mæta á fundinn er velkomið að heyra í landsliðsþjálfurunum í síma eða tölvupósti