Um síðustu helgi var haldin læknaráðstefna í höfuðstöðvum KSÍ þar sem fjallað var um ýmis málefni tengd knattspyrnu, meiðsli og annað. Ráðstefnustjóri var Reynir Björnsson og tóku 9 læknar þátt, auk leiðbeinenda.
Meðal annars var fjallað um skyndidauða knattspyrnumanna (orsakir og skimun), astma, sykursýki, heilahristing og fleira, auk þess sem þreytt var krossapróf frá UEFA og verklegt próf.
Þátttakendur:
Gauti Laxdal
Hjalti Kristjánsson
Hjördís Smith
Hjörtur Brynjólfsson
Hjörtur Þór Hauksson
Karl Kristinsson
Rólant Christiansen
Sigurbjörn Björnsson
Sveinbjörn Brandsson
Leiðbeinendur:
Viðar Magnússon yfirlæknir LSH, sérfræðingur í svæfingum og gjörgæslu.
Guðmundur Fr. Jóhannsson, sérfræðingur í lyflækningum og bráðalækningum LSH.