Helgina 7.-8. desember mun Magni Mohr halda námskeið um líkamsþjálfun knattspyrnumanna. Námskeiðið verður haldið í Reykjavík og í Hveragerði. Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa.
Magni hefur tvisvar áður komið hingað til lands og haldið námskeið við mjög góðan orðstír. Magni er íþróttalífeðlisfræðingur með sérhæfingu í þjálfun knattspyrnumanna og er í fremstu röð í heiminum í sínu fagi. Hann hefur m.a. starfað hjá Chelsea, Juventus, FC Köbenhavn og með danska karlalandsliðinu.
Dagskrá námskeiðsins er hér fyrir neðan. Opið er fyrir skráningu en hægt er að skrá sig með því að senda upplýsingar á dagur@ksi.is eða hringja í síma 510-2977. Vinsamlegast taka þarf fram nafn, kennitölu, tölvupóstfang, símanúmer og félag.
Námskeiðið kostar 10.000 kr. Hægt verður að greiða við komuna á námskeiðið og eins og er hægt að greiða með því að leggja inn á reikning KSÍ og senda kvittun á dagur@ksi.is (0101-26-700400, kt. 7001693679). Ef þitt félag hyggst greiða fyrir þig, þá þarf framkvæmdastjóri félagsins eða yfirþjálfari að staðfesta það með tölvupósti á undirritaðan.
Dagskrá námskeiðsins er sem hér segir:
Laugardagur, 7. desember - Reykjavík, Fræðslusetur KSÍ (bóklegt) og Egilshöll (verklegt)
*Sýnikennsluhópur: Fjölnir, meistaraflokkur karla
Sunnudagur, 8. desember - Hveragerði, Hótel Örk (bóklegt) og Hamarshöllin (verklegt)
* Sýnikennsluhópur: Selfoss, 3. flokkur karla
Námskeiðið telur sem 16 tímar í endurmenntun fyrir þjálfara með UEFA A og UEFA B þjálfaragráðu.