Verslun
Leit
Litblinda í íþróttum - niðurstaða rannsóknar - Kynning á netinu
Fræðsla
Litblinda
KSÍ hefur undanfarin ár verið í samstarfi við nokkra aðila varðandi vitundarvakningu á litblindu í íþróttum og hvaða áhrif litblinda hefur á hina ýmsu aðila sem koma að íþróttum (leikmenn, þjálfara, áhorfendur o.fl.).

Hluti af þessu verkefni var rannsókn sem unnin var og niðurstaða þeirrar rannsóknar verður kynnt mánudaginn 14. nóvember 2022, á ráðstefnu sem haldin verður í Búdapest, Ungverjalandi.

Allir sem áhuga hafa geta fylgst með og tekið þátt í umræðum því þessi hluti ráðstefnunnar verður sendur út á netinu.

Til að skrá sig þarf að senda póst á Stijn Slaats (s.slaats@efdn.org) fyrir mánudaginn 7. nóvember.