Verslun
Leit
Fræðsla
Merki enska knattspyrnusambandsins
Merki_enska_FA

Fjórir íslenskir þjálfarar sendu inn umsókn á UEFA Pro Licence námskeið á Englandi. Nýverið samþykkti Knattspyrnusamband Englands að leyfa KSÍ að senda tvær umsóknir á UEFA Pro þjálfaranámskeið sitt og að þessu sinni ákvað fræðslunefnd KSÍ að mæla með umsóknum Willums Þórs Þórsssonar, þjálfara Vals, og Þorvaldar Örlygssonar, þjálfara Fram.

Enska knattspyrnusambandið tekur umsóknir fyrir í lok þessa mánaðar og þá kemur í ljós hvort þeir Willum og Þorvaldur komst inn á námskeiðið.