Verslun
Leit
Markmannsskóli KSÍ haldinn á Selfossi
Fræðsla

Markmannsskóli KSÍ var haldinn á Selfossi helgina 5.-7. janúar og æfðu þar um 50 markverðir.

Fjalar Þorgeirsson, yfirmarkmannsþjálfari yngri landsliða, stjórnaði æfingunum um helgina ásamt fjölda annarra markmannsþjálfara.

Stefnt er að því að halda Markmannsskóla KSÍ aftur í október/nóvember og verður þá markvörðum sem fæddir eru árið 2011 boðið að æfa.