KSÍ býður upp á námskeið fyrir fólk sem situr í stjórnum knattspyrnudeilda. Námskeiðið verður laugardaginn 23. febrúar, stendur yfir frá 10:00-15:00 og fer fram á 3. hæð í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Allt stjórnarfólk er velkomið, en námskeiðið er sérstaklega sniðið að fólki sem eru nýliðar í stjórnarstörfum, eða hafa setið skamman tíma stjórn.
Dagskráin er í viðhengi, en í grófum dráttum verður fyrir hádegi farið yfir helstu verkefni knattspyrnustjórna. Eftir hádegi munu starfsmenn KSÍ fara yfir helstu hlutverk sviða/deilda innan KSÍ.
Aðgangur á viðburðinn er ókeypis. Skráning: https://goo.gl/forms/s0qcH4GYVb84Ko7P2
Dagsetning: 23. febrúar
Staðsetning: Höfuðstöðvar KSÍ, 3.hæð
Kennarar – Jónas Gestur Jónasson og Birna María Sigurðardóttir
Námskeiðsstjórar: Arnar Bill Gunnarsson og Dagur Sveinn Dagbjartsson
10:00-12:00 Kynning á helstu verkefnum knattspyrnustjórna
Skyldur stjórnarfólks – hlutverk og algeng verkefni
Skipurit og stefnur félaga
Uppsetning og framkvæmd funda
Fjárhagsáætlanir
Skattamál
Aðgerðaáætlanir
Helstu reglugerðir KSÍ
Fastanefndir KSÍ
Önnur mál
12:00-12:45 Göngutúr um Laugardalsvöll og létt máltíð
12:45-15:00 Hringekja – starfsmenn KSÍ kynna hlutverk deilda
Mótadeild – Birkir Sveinsson
Fræðsludeild – Arnar Bill Gunnarsson
Markaðs- og fjölmiðladeild – Ómar Smárason
Dómaramál – Magnús Már Jónsson
Leyfiskerfi og félagaskipti – Haukur Hinriksson
Landslið – Gunnar Gylfason
Fjármálstjóri/framkvæmdarstjóri - (tilkynnt síðar)