Verslun
Leit
Fræðsla
Ingunnarskóli í Grafarholti
Ingunnarskoli

Þau Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari kvenna og María B. Ágústsdóttir landsliðsmarkvörður heimsóttu skóla í Grafarholtinu í dag.  Vel var tekið á móti þeim bæði í Sæmundarskóla og Ingunnarskóla þar sem þau komu færandi hendi og kynntu krökkunum fyrir töfrum knattspyrnunnar.

Knattspyrnudeild Fram heldur úti yngri flokka starfi í Grafarholtinu og hefur starfið farið þar vel af stað enda mikill knattspyrnuáhugi, bæði hjá strákum og stelpum.