Verslun
Leit
Fræðsla
Bogi-media-2

Þjálfarar félaga í Pepsi-deild karla komu saman í höfuðstöðvum KSÍ í byrjun vikunnar og hlýddu á fyrirlestur Boga Ágústssonar, landskunns fréttamanns af RÚV, um framkomu í fjölmiðlum.  Megininntak fyrirlesturs Boga snerist um sjónvarpsviðtöl og góð ráð tengd þeim.

Níu af félögunum tólf í deildinni áttu fulltrúa á fundinum og voru aðalþjálfarar, aðstoðarþjálfarar og markmannsþjálfarar á meðal þeirra sem mættu. Sams konar fundur verður haldinn fyrir þjálfara félaga í Pepsi-deild kvenna síðar í mánuðinum.