Þriðjudaginn 10. nóvember mun KSÍ bjóða upp á UEFA A endurmenntun. Hingað til lands koma þeir John Peacock og Dick Bate en báðir starfa þeir hjá enska knattspyrnusambandinu. Námskeiðið hefst kl. 17:00 og verður haldið í Kórnum, knattspyrnuhúsinu í Kópavogi. Námskeiðið er eingöngu opið þjálfurum með KSÍ A og/eða UEFA A þjálfaragráðu og er hluti af endurmenntun þeirra þjálfara.
Dagskrá
Kórinn
17:00-17:50 - Fyrirlestur sem ber yfirskriftina “Beating the block – attacking teams who defend deep”
18:00-19:30 - Peacock og Bate stjórna æfingu. Sýnikennsluhópur verður mfl. karla hjá Breiðabliki.
19:45-20:30 - Farið stuttlega yfir það hvað gert var á æfingunni. Spurningar og svör.
Báðir fyrirlesararnir hafa kennt á KSÍ VI þjálfaranámskeiðunum sem haldin hafa verið í Englandi undanfarin ár og eru þekktir sem afburðagóðir og eftirsóttir fyrirlesarar.
Námskeiðið kostar 2.000 kr. Fleiri slík námskeið/fyrirlestrar verða haldnir á næstu mánuðum en eina leiðin til að endurnýja A-gráðu réttindin er að mæta á endurmenntunarnámskeið hjá KSÍ.
Opið er fyrir skráningu á námskeiðið. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is eða með því að hringja í síma 510-2977.
.