Íþróttafélagið Ösp og Knattspyrnufélagið Víkingur bjóða í vetur upp á knattspyrnunámskeið fyrir þroskahamlaðar stelpur á öllum aldri, vinkonur þeirra, skólafélaga og aðra sem áhuga hafa.
Námskeiðið byggi á hugmyndafræði "Unified football" þar sem fatlaðir og ófatlaðir æfa og keppa saman í liði.
Æfingar eru fyrir alla aldurshópa og fara fram á laugardögum kl. 14:45 - 16:00 í íþróttahúsi Hlíðaskóla.
Nánari upplýsingar veita Darri McMahon í síma 867 8049 eða Ólafur Ólafsson, formaður Aspar, í síma 899 8164. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á ospin@ospin.is.