Þessi grein var uppfærð eftir fréttaflutning gærdagsins - tilslakanir gilda frá 15. apríl og áhorfendur verða leyfðir.
Tilkynnt hefur verið um tilslakanir á sóttvarnareglum frá 15. apríl.
Eftirfarandi kemur fram á vef Stjórnarráðsins:
Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20 manns, hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt með takmörkunum, sviðslistir einnig og skíðasvæðin geta opnað á ný. Í skólum breytast nálægðarmörk á öllum skólastigum úr 2 metrum í 1 og leik- og grunnskólabörnum verður heimilt að stunda skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf á ný. Þetta er megininntak tilslakana á sóttvarnareglum sem heilbrigðisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í dag og eru í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Reglugerðir um breytingarnar eru í vinnslu og verða birtar síðar í dag. Gert er ráð fyrir að þær gildi í 3 vikur.
Um helstu breytingar á almennum samkomutakmörkunum: