Verslun
Leit
Telma Hjaltalín
Fræðsla

Vel sóttur viðburður hjá Berginu

Bergið Headspace, í samstarfi við KSÍ og UEFA, hélt á laugardag viðburðinn Tæklum tilfinningar og tæklum meiðsli. Viðburðurinn var fyrir stelpur í 2. og 3. flokki. Hildur Baldvinsdóttir og Rut Sigurðardóttir, frá Berginu, ræddu við stelpurnar um tilfinningar og margt tengt þeim. Telma Hjaltalín Þrastardóttir, knattspyrnukona og sjúkraþjálfari, talaði um sína eigin reynslu af meiðslum sem og fræðilega hluta meiðsla.

Góð mæting var á viðburðinn en 45 stelpur mættu í höfuðstöðvar KSÍ.

Sami viðburður verður haldinn þann 21. febrúar í KSÍ á Laugardalsvelli. Einnig verður farið með viðburðinn á Vestfirði, Norðurland og Austurland og verður það auglýst síðar.

Smelltu hér til að skrá þig á viðburðinn 21. febrúar.

Bergið