Verslun
Leit
Fræðsla
Verndum bernskuna
verndumbernskuna

Nýlega var sett af stað verkefnið Verndum bernskuna - Heilræði fyrir foreldra og uppalendur. Það er ósk aðstandenda verkefnisins að það eigi eftir að vekja foreldra og uppalendur til umhugsunar um uppeldi barna sinna.

Knattspyrnuiðkun er stór þáttur í lífi margra barna hér á landi og því eiga þessi skilaboð vel við gagnvart foreldrum, þjálfurum og forráðamönnum í knattspyrnufélögum. 

Við berum öll ábyrgð.  Börn eiga að fá að vera börn og leika sér í fótbolta, því í huga þeirra flestra er knattspyrnuiðkun ekkert annað en skemmtilegur leikur.  Börn eiga að fá að vera börn.

Frekari upplýsingar er að finna á vef verkefnisins - verndumbernskuna.is.