21. maí 2015
Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður á Suðurlandi mánudaginn 25. maí. Æfingar fara fram á Hvolsvelli en strákar æfa kl. 11:00 og stelpur kl.13:00.
20. maí 2015
Á súpufundi hjá KSÍ í vikunni flutti Stefán Pálsson sagnfræðingur fræðandi og skemmtilegan fyrirlestur um sögu svokallaðs "hooliganisma", eða óláta í tengslum við knattspyrnu og knattspyrnuleiki. Fyrirlesturinn var vel sóttur og var gerður góður rómur að málflutningi Stefáns.
20. maí 2015
Þjálfarar félaga í Pepsi-deild karla komu saman í höfuðstöðvum KSÍ í byrjun vikunnar og hlýddu á fyrirlestur Boga Ágústssonar, landskunns fréttamanns af RÚV, um framkomu í fjölmiðlum. Megininntak fyrirlesturs Boga snerist um sjónvarpsviðtöl og góð ráð tengd þeim.
19. maí 2015
Markaðsherferðin Ekki tapa þér bendir á mikilvægi þess að sýna góða hegðun í hvívetna og minnir okkur á að við erum öll fyrirmyndir. Herferðin á seinasta ári beindist að forráðamönnum leikmanna á krakkamótum. Áherslan í ár er á hegðun í áhorfendastúkunni þar sem fólk á öllum aldri kemur saman til að upplifa skemmtilegan viðburð.
18. maí 2015
Knattspyrnusamband Evrópu býður upp á nám fyrir fyrrverandi landsliðmenn/atvinnumenn í knattspyrnu. Námskeiðið ber yfirskriftina UEFA Executive Master for International Players.
15. maí 2015
Þriðjudaginn 19. maí verður súpufundur í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 12:00-13:00. Þar mun Stefán Pálsson mun fjalla um framkomu og hegðun áhorfenda á knattspyrnuleikjum.
15. maí 2015
Hæfileikamótun N1 og KSÍ verður í Borganesi miðvikudaginn 20.maí   Halldór Björnsson yfirmaður hæfileikamótunar mun vera með æfingu hjá bæði stelpum og strákum á Vesturlandi. Æfingar verða á Skallagrímsvelli í Borgarnesi.
30. apríl 2015
Þriðjudaginn 12. maí mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir námskeiði sem ber yfirskriftina Styrktar- og meiðslafyrirbyggjandi þjálfun í knattspyrnu. Námskeiðið fer fram í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli og stendur frá kl. 18:00-22:00.
13. apríl 2015
Þriðjudaginn 28. apríl stendur fræðslusvið KSÍ fyrir KSÍ B prófi (UEFA B prófi). Prófið er opið öllum þjálfurum sem hafa klárað KSÍ I, II, III, IV, KSÍ B þjálfaraskólann og skilað öllum verkefnum á fullnægjandi hátt. Þeir þjálfarar sem hyggjast taka KSÍ B prófið verða fyrst að taka Þjálfaraskóla KSÍ og ljúka honum í síðasta lagi viku fyrir próf, þ.e.a.s. þriðjudaginn 21. apríl, til að öðlast próftökurétt
25. mars 2015
Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stelpur á höfuðborgarsvæðinu verður í Fífunni, mánudaginn 30. mars  og eru þetta æfingar fyrir krakka fædd 2001 og 2002.  Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.  Skipt er niður í hópa eftir félögum og má sjá þá hér að neðan ásamt nafnalista leikmanna.
25. mars 2015
Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stráka á höfuðborgarsvæðini verður í Fífunni, þriðjudaginn 31. mars og eru þetta æfingar fyrir krakka fædd 2001 og 2002.  Það er Halldór Björnsson sem fer fyrir verkefninu.  Skipt er niður í hópa eftir félögum og má sjá þá hér að neðan ásamt nafnalista leikmanna.
24. mars 2015
Markaðsherferðin Ekki tapa þér hefur verið tilnefnd til Nexpo-verðlauna sem óhefðbundna auglýsing ársins. Ekkitapa.is er meðal annarra auglýsinga og markaðsherferða sem töldu hafa skarað fram úr á seinasta ári.
23. mars 2015
Fimmtudaginn 19. mars stóð KSÍ fyrir Súpufundi þar sem rætt var um hvort breytinga væri þörf á leikjafyrirkomulagi í 4. flokki. Kveikjan af þessum súpufundi var lokaverkefni sem þeir Óskar Rúnarsson og Andri Fannar Stefánsson gerðu, en þeir eru íþróttafræðingar frá HR.
14. mars 2015
KSÍ stendur fyrir súpufundi fimmtudaginn 19. mars kl. 12.00-13.00 í höfuðstöðvum Knattspyrnusambandsins á Laugardalsvelli. Viðfangsefnið er hvort breyta þurfi keppnisfyrirkomulagi í 4. flokki, spila með 9 í liði í stað 11.
11. mars 2015
Föstudaginn 13. mars nk. hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn, konur og karla, til að halda upp á Mottudaginn með því að leyfa karlmennskunni að skína sem aldrei fyrr!  KSÍ vill nota tækifærið og hvetja knattspyrnufjölskylduna á Íslandi til að taka þátt.
5. mars 2015
Í apríl 2014 gaf heilbrigðisnefnd KSÍ út leiðbeiningar og ráðleggingar vegna heilahristings. Fjallað var um viðfangsefnið á súpufundi KSÍ í sama mánuði, þar sem Reynir Björnsson læknir fór yfir rétt viðbrögð í slíkum tilfellum.
3. mars 2015
Knattspyrnusamband Færeyja auglýsir eftir starfsmanni til að leiða fræðslu- og útbreiðslustarf sambandsins (Technical Director). Hér er um að ræða spennandi tækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling, sem hefur lokið UEFA-A (KSÍ-A) þjálfaragráðu og býr yfir víðtækri reynslu.
2. mars 2015
KSÍ hvetur knattspyrnufólk um allt land til að sýna samstöðu og taka þátt í átakinu Mottumars 2015.  Möguleikanir eru endalausir og ef þú hefur einhvern tímann hugsað þér að prófa að safna skeggi, þá er tækifærið núna! Krabbamein á ekki að vera feimnismál. Mottan er táknræn ogminnir okkur á að hugsa um heilsuna.