Verslun
Leit
SÍA
Leit

8. nóvember 2013

Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu á sunnudaginn

Íslandsleikar eru árlegt samstarfsverkefni Íþróttasambands fatlaðra, Special Olympics á Íslandi og Knattspyrnusambands Íslands.  Umsjónaraðili leikanna 2013 er íþróttafélagið Nes á Suðurnesjum.  Í fyrsta skipti á Íslandi verður keppt alfarið eftir reglum Special Olympics, Unified football sem byggir á keppni fatlaðra og ófatlaðra leikmanna.

Fræðsla

24. október 2013

Völsungur óskar eftir að ráða þjálfara

Knattspyrnudeild Völsungs á Húsavík óskar eftir að ráða þjálfara fyrir meistaraflokk karla.

Fræðsla

23. október 2013

Höttur óskar eftir að ráða þjálfara fyrir meistaraflokk karla

Knattspyrnudeild Hattar á Egilsstöðum óskar eftir að ráða þjálfara fyrir meistaraflokk karla.  Höttur féll úr 2. deild í haust og spilar því í 3. deild á næsta ári.  Metnaður félagsins er að liðið fari strax upp aftur.

Fræðsla

22. október 2013

KSÍ II þjálfaranámskeið helgina 25. - 27. október

Um næstu helgi, 25. - 27. október, verður KSÍ með 2. stigs þjálfaranámskeið.  Dagskrá helgarinnar er hér að neðan. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Námskeiðsgjald er kr. 17.500,-  Námskeiðið er opið öllum þjálfurum sem lokið hafa KSÍ I þjálfaranámskeiði.

Fræðsla

16. október 2013

Fyrirlestur um eineltismál

Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands, Knattspyrnusamband Íslands og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands munu þriðjudaginn 22. október standa að fyrirlestri varðandi eineltismál. Vanda Sigurgeirsdóttir mun þar halda fyrirlestur og markmið fyrirlestursins er að gefa þjálfurum og starfsmönnum íþróttafélaga þekkingu og verkfæri til að geta tekið á einelti.

Fræðsla

11. október 2013

FH leitar eftir metnaðarfullum þjálfara fyrir 2. flokk kvenna

Kvennaráð FH auglýsir stöðu þjálfara 2. flokk kvenna. lausa til umsóknar. Viðkomandi þarf að hafa lokið UEFA B gráðu og KSÍ V að auki, með reynslu af þjálfun og metnað til að vinna að frekari uppgangi í kvennaknattspyrnunni hjá FH. 2.fl. kvk. FH var Íslandsmeistari árið 2012 og lenti í öðru sæti í ár.

Fræðsla

10. október 2013

Ekkert hatur - orðum fylgir ábyrgð

Föstudaginn 11. október næstkomandi verður farið af stað með verkefni gegn hatursorðræðu á Íslandi. Verkefninu, sem meðal annars er beint gegn hatursáróðri og kynþáttafordómum verður ýtt úr vör á landsleik Íslands gegn Kýpur á Laugardalsvelli.

Fræðsla

10. október 2013

EKKI MEIR - Fimm fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála

Æskulýðsvettvangurinn (ÆV),  samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, stendur fyrir í október fimm fræðsluerindum um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála.  Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og höfundur bókarinnar "EKKI MEIR".

Fræðsla

7. október 2013

KSÍ II þjálfaranámskeið í október

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ II þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, eitt helgina 18.-20. október og tvö helgina 25.-27. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Fræðsla

2. október 2013

KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 11. - 13. október - Námskeiðinu frestað

Helgina 11.-13. október mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B/UEFA B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 af 100 í skriflega KSÍ B prófinu. Námskeiðinu hefur verið frestað þangað til síðar.

Fræðsla

2. október 2013

Þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið í október

Knattspyrnusamband Íslands mun halda þrjú KSÍ I þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu í október, tvö helgina 4.-6. október og eitt helgina 18.-20. október. Stefnt er að því að hafa að hámarki 35 þátttakendur á hverju námskeiði sem þýðir 70 laus pláss helgina 4.-6. október og 35 laus pláss helgina 18.-20. október. Áhugasamir eru því hvattir til að skrá sig tímanlega.

Fræðsla

30. september 2013

Markmannsskóli drengja 2013 á Akranesi

Hér að neðan eru upplýsingar um Markmannsskóla drengja sem heldinn verður á Akranesi 4. - 6. október. Gist verður í Þorpinu/Hvíta Húsið Þjóðbraut 13 Akranesi.  Vinsamlega gangið frá greiðslumáta við Pálma Jónsson S:510-2906 eða palmi@ksi.is

Fræðsla

27. september 2013

Fetaðu veginn að heilbrigðu hjarta

Alþjóðlegi hjartadagurinn er um næstu helgi, en þessi dagur var fyrst haldinn hátíðlegur árið 2000, og er slagorð hans „Fetaðu veginn að heilbrigðu harta“. Markmiðið var og er enn að upplýsa fólk um þá staðreynd að hjartasjúkdómar og heilablóðföll eru helsta dánarorsök alls mannkyns og draga til dauða allt að 17,3 milljónir manns ár hvert í heiminum.

Fræðsla

24. september 2013

Fylkir auglýsir eftir þjálfara fyrir komandi tímabil

Knattspyrnudeild Fylkis leitar að þjálfara fyrir 6. og  5.flokk.   Viðkomandi þarf að vera með reynslu af þjálfun og viðeigandi menntun. Einnig þarf viðkomandi vera laus kl. 15:00 á daginn. Áhugasömum er bent á að vera í sambandi við íþróttafulltrúa Fylkis Hörð Guðjónsson með því að senda tölvupóst á netfangið hordur@fylkir.com eða með því að hringja í síma 571-5604.

Fræðsla

22. september 2013

Fjölmiðlafræðinemendur í heimsókn

Í liðinni viku heimsóttu nemendur úr FÁ höfuðstöðvar KSÍ og hlýddu á fyrirlestur um samskipti og þjónustu við fjölmiðla í tengslum við landsleiki, með áherslu á leiki á Laugardalsvelli.  Um var að ræða hóp 15 nemenda í fjölmiðlafræði

Fræðsla

20. september 2013

Fjallabyggð auglýsir eftir þjálfara fyrir meistaraflokk karla

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar auglýsir eftir þjálfara fyrir meistaraflokk karla. Lárus Orri Sigurðsson hefur ákveðið að hætta með KF eftir tímabilið en hann hefur þjálfað liðið undanfarin þrjú ár

Fræðsla

19. september 2013

Peace One Day í 15. sinn

Þann 21. september næstkomandi verður alþjóðlegur dagur friðar haldinn í 15. sinn – Peace One Day . Markmið verkefnisins er að hvetja stríðandi fylkingar um heim allan til að leggja niður vopn í einn dag, þennan mánaðardag ár hvert.

Fræðsla

16. september 2013

Hvöt óskar eftir þjálfurum yngri flokka

Knattspyrnudeild Hvatar á Blönduósi óska eftir því að ráða þjálfara fyrir alla yngri flokka félagsins. Viðkomandi þarf að vera með reynslu í þjálfun barna og unglinga í knattspyrnu auk reynslu og þekkingu af starfi íþróttafélaga.

Fræðsla