18. júlí 2008
Ungir knattspyrnumenn á Ísafirði fengu góða heimsókn í gær en þá mættu á æfingu hjá þeim góðir gestir sem kunna ýmislegt fyrir sér í knattspyrnunni. Þá hefur Luka Kostic gert víðreist um landið og heimsókn knattspyrnufélög.
15. júlí 2008
Í júnímánuði var haldin á Laugarvatni Norðurlandaráðstefna í barna- og unglingaþjálfun. Þar voru saman komnir fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum, frá hinum ýmsu sérsamböndum.
4. júlí 2008
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, útskrifaðist á dögnum með Pro Liecence þjálfaragráðu en Sigurður Ragnar er annar Íslendingurinn sem útskrifast með þessa gráðu en fyrstur var Teitur Þórðarson
25. júní 2008
Síðustu daga hefur knattspyrnuskóli KSÍ verið starfræktur á Laugarvatni. Dagana 9. - 13. júní voru það stúlkurnar sem voru við æfingar á Laugarvatni og drengirnir á sama stað, 16. - 20. júní.
25. júní 2008
Síðasta sunnudag var knattspyrnuæfing fatlaðra á sparkvellinum við Laugarnesskóla en æfingin er liður í samstarfsverkefni KSÍ og ÍF. Landsliðskonurnar Ásta Árnadóttir og Rakel Hönnudóttir voru sérstakir gestir.
19. júní 2008
Fyrsta æfingin í Sparkvallarverkefni ÍF og KSÍ fór fram á sparkvellinum við Laugarnesskóla 15. júní. Sérstakir gestir á æfingunni voru Edda Garðarsdóttir og Hólmfríður Magúsdóttir. Önnur æfing verður haldinn á sama stað sunnudaginn 22. júní
11. júní 2008
Knattspyrnuskóli drengja verður sem fyrr á Laugarvatni og verður hann starfræktur dagana 16. - 20. júní að þessu sinni. Þátttakendur skólans eru fæddir árið 1994. Von er á góðum gestum og gestakennurum til þess að leiðbeina drengjunum.
10. júní 2008
Sparkvallaverkefni ÍF og KSÍ hófst árið 2007 og ákveðið hefur verið að halda verkefninu áfram og standa fyrir þremur æfingum í júní 2008. Tilgangur þessa verkefnis er að auka áhuga og þátttöku fatlaðra karla og kvenna í knattspyrnu.
9. júní 2008
Knattspyrnuþjálfarafélagi Íslands hefur verið boðið að senda einn fulltrúa á ráðstefnu þýska knattspyrnuþjálfarafélagsins í Wiesbaden 28. júlí - 30. júlí í sumar. Ráðstefnan mun að mestu leyti fjalla um EURO 2008.
3. júní 2008
Knattspyrnuskóli stúlkna verður sem fyrr á Laugarvatni og verður hann starfræktur dagana 9. - 13. júní að þessu sinni. Þátttakendur skólans eru fæddir árið 1994. Von er á góðum gestum og gestakennurum til þess að leiðbeina stúlkunum.
3. júní 2008
Í dag var kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ, Foreldrabæklingur KSÍ og er hann gefinn út á fjórum tungumálum, íslensku, ensku, pólsku og spænsku. Alþjóðahúsið og Landsbankinn standa að útgáfunni með KSÍ.
2. júní 2008
Um að ræða tveggja tíma fyrirlestur og próf viku seinna. Áhersla er lögð á knattspyrnulögin, reglugerðir í 7 mannabolta og ýmis hagnýt mál. Námskeiðið er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Námskeiðið er ókeypis.
24. maí 2008
Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu fóru fram í knattspyrnuhöllinni á Akranesi í dag. Keppt var í tveimur styrkleikaflokkum og konur og karlar kepptu saman í liði. Allir aldursflokkar kepptu saman og skemmtu allir sér hið besta.
23. maí 2008
Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu fara fram í knattspyrnuhöllinni á Akranesi laugardaginn 24. maí 2008. Keppni hefst kl. 12.00, upphitun kl. 11.30. Keppt er í tveimur styrkleikaflokkum og konur og karlar keppa saman í liði.
22. maí 2008
Luka Kostic, landsliðsþjálfari U17 og U21 karla, heldur áfram að sinna útbreiðslustarfi KSÍ og liður í starfinu er að heimsækja félögin. Luka var í Vestmannaeyjum og á Sauðárkróki í vikunni og var vel tekið.
20. maí 2008
UEFA stendur fyrir ljósmyndasamkeppni á meðal aðildarlanda sinna þar sem besta ljósmyndin er tengist grasrótarstarfi er verðlaunuð. Verðlaunamyndinni er ætlað að sýna þá gleði og það gildi sem þátttaka í knattspyrnu gefur af sér.
19. maí 2008
Unglingadómaranámskeið verður haldið í Íþróttaakademíunni Reykjanesbæ þriðjudaginn 20. maí og hefst það kl. 19:00. Námskeiðið er öllum opið þeim sem náð hafa 15 ára aldri og hafa brennandi áhuga á knattspyrnu.
16. maí 2008
Eins og undanfarin ár starfrækir Knattspyrnusamband Íslands í sumar knattspyrnuskóla fyrir stúlkur og drengi. Í ár eru þetta iðkendur fæddir 1994. Tilkynna þarf þátttöku á meðfylgjandi eyðublöð og senda til KSÍ fyrir 27. maí.