Mættir: Guðni Bergsson formaður, Gísli Gíslason varaformaður (tók sæti á fundi kl. 16:20), Borghildur Sigurðardóttir varaformaður, Ásgeir Ásgeirsson, Ingi Sigurðsson, Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Mættir varamenn: Jóhann Torfason.
Mættur formaður ÍTF: Haraldur Haraldsson.
Þá sat Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri fundinn og ritaði fundargerð.
Forföll: Magnús Gylfason aðalmaður í stjórn, Guðjón Bjarni Hálfdánarson varamaður í stjórn og Þóroddur Hjaltalín varamaður í stjórn.
Þetta var gert:
Breytingar á greinum 10 og 16
Reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.
Breytingar sem lagðar eru til eru grænmerktar.
Það sem lagt er til að falli út er rauðmerkt og yfirstrikað
10. gr.
Félagaskipti
10.1. Félagaskipti leikmanna eru heimil sem hér greinir:
10.1.1. Leikmaður getur mest verið skráður í þrjú félög á keppnistímabilinu. Á því tímabili er honum aðeins heimilt að taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum með tveimur félögum, sbr. þó ákvæði um tímabundin félagaskipti í 16. grein og ákvæði um 4. aldursflokk eða yngri í grein. 10.1.4. Undanþága skal veitt frá þessu þegar leikmaður skiptir um félag á milli landa, og keppnistímabil þeirra skarast þannig að í öðru landinu er tímabilið vor/haust en í hinu haust/vor. Þegar slíkt á við er leikmanni heimilt að leika í opinberum knattspyrnuleikjum með þremur félagsliðum á keppnistímabilinu svo fremi sem öðrum skuldbindingum sé fullnægt.
10.1.2. Leikmaður getur aðeins gengið til liðs við íslenskt félagslið á tímabilinu 21. febrúar – 15. maí ár hvert, eða á tímabilinu 1. – 31. júlí. Leikmaður getur þó aðeins einu sinni skipt um félag innanlands eftir að hafa leikið í Íslandsmóti eða bikarkeppni KSÍ á almanaksárinu nema þegar um tímabundin félagaskipti er að ræða sbr. 16. grein eða félagaskipti leikmanns í 4. aldursflokki eða yngri sbr. grein 10.1.4
10.1.3. Á öðrum tímabilum eru félagaskipti ekki heimil nema fyrir ósamningsbundna leikmenn í yngri aldursflokkum (innanlands og á milli landa) og þegar leikmaður á tímabundnum félagaskiptum skiptir um félag, en þó aldrei eftir 31. júlí til loka keppnistímabilsins.
16. gr.
Tímabundin félagaskipti
16.3. Lágmarkstími tímabundinna félagaskipta er á milli tveggja félagaskiptatímabila. 1 mánuður og skal telja frá þeim degi sem keppnisleyfi er gefið út. Leikmaður sem hefur fengið tímabundin félagaskipti með lokadagsetningu frá og með 1. ágúst fær keppnisleyfi með samningsfélagi sínu að nýju 16. október sama ár. Hámarkstími tímabundinna félagaskipta skal vera 12 mánuðir en lokadagsetning skal eigi vera síðar en 15. október. Heimilt skal að stytta tímabundin félagaskipti sem skráð hefur verið en þó skal lágmarkstími ævinlega vera 1 mánuður. Í slíku tilfelli skal það gert með tilkynningu um félagaskipti. Tilkynning um tímabundin félagaskipti jafngildir tilkynningu um félagaskipti bæði við upphaf láns og í lok lánstíma.
16.4. Tímabundin félagaskipti til Íslands skulu að lágmarki ná að næsta félagaskiptatímabili og skulu eiga sér stað innan félagaskiptatímabils.
Breytingar á grein 18.3.
Reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.
Breytingar sem lagðar eru til eru grænmerktar.
Það sem lagt er til að falli út er rauðmerkt og yfirstrikað
18. gr.
Félagaskiptagjald
18.1. Ef leikmaður, sem hefur verið samningsbundinn, en þeim samningi er lokið, gerir samning við nýtt félag á því almanaksári sem að leikmaðurinn verður 23 ára eða fyrr, skal það greiða fyrra félaginu, sem hann var samningsbundinn við, félagaskiptagjald fyrir, í samræmi við ákvæði 18.2., enda hafi það félag er leikmaðurinn var síðast samningsbundinn við, boðið leikmanninum nýjan samning með sannanlegum hætti a.m.k. 30 dögum áður en að síðasti samningur rann út. Slíkt samningstilboð þarf að vera a.m.k. jafnmikils virði fyrir leikmanninn og sá samningur sem var að renna út. Hafi ekkert slíkt tilboð legið fyrir, kemur ekki til greiðslu félagaskiptagjalds skv. ákvæði 18.2.
Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.
Tillaga að breytingu á grein 23 - Fimm skiptingar í 2. deild karla
Breytingar sem lagðar eru til eru grænmerktar.
Það sem lagt er til að falli út er rauðmerkt og yfirstrikað
23.gr.
Meistaraflokkur karla
Leikmannaskipti: Heimilt að setja 3 varamenn inn á í leik. Í 2., 3. og 4. deild er heimilt að setja fimm varamenn inn á í leik. 1 viðbótarskipting er heimiluð í framlengingu.
Breytingar á grein 3.2
Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. (Framvísun persónuskilríkja)
Breytingar sem lagðar eru til eru grænmerktar.
Það sem lagt er til að falli út er rauðmerkt og yfirstrikað
3.2 Keppnisleyfi er heimild leikmanns til þátttöku í opinberum knattspyrnuleik, sem fæst sjálfkrafa við fyrstu skráningu í iðkendaskrá KSÍ eða með tilkynningu sem gefin er út af skrifstofu KSÍ í kjölfar félagaskipta. Dómara eða eftirlitsmanni er heimilt að óska eftir því við leikmenn, sem skráðir eru á leikskýrslu í opinberum knattspyrnuleikjum, að þeir sanni á sér deili með framvísun persónuskilríkja.
Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.
Tillaga að breytingum á bráðabirgðaákvæðum í greinum 9 og 33.
Leikmannalistar og 2. flokkur kvenna 2019.
Breytingar sem lagðar eru til eru grænmerktar.
Það sem lagt er til að falli út er rauðmerkt og yfirstrikað
Ákvæði til bráðabirgða 2019
9.2.3. Noti félag leikmann sem hefur keppnisleyfi en uppfyllir ekki skilyrði greinar 9.2., skal félaginu gefinn frestur til að gera nauðsynlegar úrbætur. Að öðrum kosti skal málinu vísað til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ sem skal beita sektum eða eftir atvikum útilokun leikmannsins frá keppni þar til úrbætur hafa verið gerðar.
Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.
33.gr.
2. flokkur kvenna
11 MANNA LIÐ
Aldur: 19 ára á almanaksárinu og yngri.
Ákvæði til bráðabirgða 2019:
Heimilt er að hafa þrjá eldri leikmenn í hverjum leik í 2. aldursflokki kvenna, sem eru 20 - 22 ára á almanaksárinu (konur fæddar 1997, 1998 og 1999) og léku ekki með meistaraflokki félagsins í næsta leik á undan. verði svohljóðandi:
Rætt um tillögu á þingskjali 10 sem samþykkt var á síðasta ársþingi KSÍ og stjórn KSÍ vísaði til mótanefndar til frekari skoðunar. Það er mat nefndarinnar að það sem samþykkt var á ársþinginu hafi áhrif á mun fleiri greinar en þær sem tilgeindar eru á þingskjalinu. Skoða þurfi hlutgengi milli tveggja B og C liða með samþærilegum hætti. Jafnfamt telur nefndin að flókið sé að smíða ákvæði sem uppfyllil samþykktina og sé einföld í framkvæmd. Er hér átt við þann þátt að fylgjast með heildar leikjafölda leikmanna. Rætt um mögulega útfærslu án niðurstöðu.
Stjórn samþykkti að fresta reglugerðabreytingum þar til frekari undirbúningsvinna hefur farið fram. Málinu er því vísað til laga-og leikreglnanefndar til frekari úrvinnslu.
Fleira var ekki á dagskrá og var fundi slitið kl. 19:10.