Verslun
Leit
Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Suðurlandi 6. febrúar
Hæfileikamótun
Í ljósi fjölgunar á COVID-19 greiningum síðustu daga hefur KSÍ ákveðið að takmarka aðgengi áhorfenda að Hæfileikamóti drengja sem fram fer í Egilshöll dagana 19. og 20.september næstkomandi. Miðað er við að hver drengur geti boðið einum aðstandanda (fæddum 2004 eða fyrr) að fylgjast með mótinu. 

KSÍ hvetur alla (leikmenn, þjálfara og aðstandendur) sem sækja hæfileikamótið um helgina  til að gæta sérstaklega að öllum almennum sóttvörnum. Sérstaklega er minnt á handþvott, sótthreinsun handa og að gæta vel að þeim nálægðarmörkum sem eru í gildi. Einnig eru þeir sem finna fyrir minnstu einkennum sem bent gætu til COVID-19 minntir á að halda sig heima.