Verslun
Leit
A karla - Jafntefli gegn Albaníu í Þjóðadeild UEFA
Landslið
A karla

Íslenska karlalandsliðið gerði 1-1 jafntefli gegn Albaníu í öðrum leik sínum í Þjóðadeild UEFA, leikið var á Laugardalsvelli. Mark Íslands skoraði Jón Dagur Þorsteinsson á 49. mínútu.

Næsti leikur liðsins er vináttuleikur gegn San Marínó á fimmtudaginn klukkan 18:45 og verður hann í beinni útsendingu á Viaplay.

Mánudaginn 13. júní spilar íslenska liðið seinni leik sinn gegn Ísrael í Þjóðadeild UEFA og verður hann á Laugardalsvelli klukkan 18:45.