Valmynd
Flýtileiðir
28. júní 2021
A landslið kvenna stendur í stað á styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í liðinni viku, er í 17. sæti listans sem var síðast gefinn út í apríl. Bandaríkin eru sem fyrr í efsta sætinu og Þýskaland í öðru sæti, en Frakkland fer upp fyrir Holland í 3. sæti að þessu sinni. Ef eingöngu Evrópuþjóðir eru teknar með í reikninginn er Ísland í 10. sæti.