Valmynd
Flýtileiðir
8. ágúst 2003
Helena Ólafsdóttir, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Rússum í Moskvu á morgun. Leikurinn, sem er í undankeppni Evrópumótsins, hefst klukkan 15:00 að staðartíma eða 11:00 að íslenskum tíma.
Byrjunarliðið (4-4-2)
Markvörður: Þóra B. Helgadóttir
Varnarmenn: Málfríður Erna Sigurðardóttir, Íris Andrésdóttir, Björg Ásta Þórðardóttir og Íris Sæmundsdóttir
Miðjumenn: Erla Hendriksdóttir, Ásthildur Helgadóttir (fyrirliði), Edda Garðarsdóttir og Laufey Ólafsdóttir.
Framherjar: Hrefna Jóhannesdóttir og Olga Færseth.