Verslun
Leit
A kvenna í 13. sæti á heimslista FIFA
Landslið
A kvenna

Ísland er í 13. sæti á nýjum heimslista FIFA sem hefur verið gefinn út.

Liðið fer upp um eitt sæti síðan síðasta útgáfa var gefin út og fer upp fyrir Ítalíu.

Þetta er í annað skiptið á þessu ári sem Ísland kemst í 13. sæti listans og er það besti árangur sem liðið hefur náð.

Næsta verkefni liðsins eru leikir gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni og fara báðir leikirnir fram á Íslandi.