Valmynd
Flýtileiðir
6. október 2022
Mynd - Hulda Margrét Óladóttir
Ísland mætir Portúgal í umspili fyrir lokakeppni HM 2023.
Leikurinn fer fram þriðjudaginn 11. október á Estádio Capital do Móvel í Pacos de Ferreira og hefst hann kl. 17:00 að íslenskum tíma.
Portúgal vann 2-1 sigur gegn Belgíu í fyrri umferð umspilsins, en sá leikur fór einnig fram í Portúgal.