Valmynd
Flýtileiðir
10. október 2022
A landslið kvenna mætir Portúgal á þriðjudag í umspili fyrir HM 2023.
Leikurinn fer fram á Estádio Capital do Móvel í Pacos de Ferreira og hefst hann kl. 18:00 að staðartíma. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa miða á leikinn er bent á að senda tölvupóst til midasala@ksi.is með upplýsingum um nöfn, símanúmer og fjölda miða fyrir hádegi í dag, mánudaginn 10. október, þar sem KSÍ þarf að skila inn lista til portúgalska knattspyrnusambandsins í dag.