Verslun
Leit
Æfðu á Parc des Princes
Landslið
A karla

A landslið karla æfði í dag á keppnisvellinum í París, Parc des Princes, þar sem Ísland mætir Frakklandi á þriðjudag í undankeppni HM 2026. Allir leikmenn íslenska liðsins tóku fullan þátt í æfingunni.

Sem kunnugt er vann Ísland fimm marka sigur á liði Aserbaísjan á Laugardalsvelli síðastliðið föstudags kvöld og á sama tíma unnu Frakkar tveggja marka útisigur á Úkraínu.

Leikur Frakklands og Íslands hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á Sýn.

A landslið karla