Verslun
Leit
Æfðu á Windsor Park
Landslið
A karla

A landslið karla æfði fyrr í dag, mánudag, á Windsor Park leikvanginum í Belfast, þar sem íslenska liðið mætir því Norður-írska í vináttulandsleik á þriðjudag.  Leikurinn hefst kl. 18:45 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 sport.

Eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt um er þetta seinni vináttuleikur Íslands í þessum leikjaglugga, en strákarnir okkar lögðu Skota í Glasgow á föstudagskvöld með þremur mörkum gegn einu.

A landslið karla