Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Englendingum, en liðin mætast í vináttulandsleik á Carrow Road í Norwich kl. 19:45 í kvöld, fimmtudagskvöld.
Vallaraðstæður á Carrow Road eru erfiðar, en úrhellisrigning er á leikstað og völlurinn þegar orðinn mjög blautur.
Stillt er upp í fjögurra manna vörn með tvo varnarsinnaða miðtengiliði og sókndjarfan tengilið þar fyrir framan.
Þóra B. Helgadóttir (fyrirliði)
Guðlaug Jónsdóttir
Ólína G. Viðarsdóttir
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Dóra Stefánsdóttir
Katrín Jónsdóttir og Edda Garðarsdóttir
Dóra María Lárusdóttir
Hólmfríður Magnúsdóttir
Olga Færseth
Margrét Lára Viðarsdóttir