U19 landslið kvenna leikur í dag lokaleik sinn í milliriðli EM, sem fram fer í Rúmeníu. Mótherjarnir í dag eru einmitt heimamenn, Rúmenar, en bæði liðin eru án stiga eftir töp gegn Englendingum og Dönum, sem leika einmitt hreinan úrslitaleik í dag um sæti í lokakeppni mótsins.
Byrjunarlið Íslands í dag er þannig skipað og er leikaðferðin 4-4-1-1.
Petra Lind Sigurðardóttir.
Margrét Guðný Vigfúsdóttir, Guðrún Erla Hilmarsdóttir, María Kristjánsdóttir og Linda Rós Þorláksdóttir.
Laufey Björnsdóttir, Lára Hafliðadóttir, Hlín Gunnlaugsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir.
Katrín Ómarsdóttir.
Greta Mjöll Samúelsdóttir (fyrirliði).