Verslun
Leit
Landslið
akvennahollandIMG_0362
akvennahollandIMG_0362

Jörundur Áki Sveinsson hefur tilkynnt byrjunarlið íslenska kvennalandsliðsins sem leikur gegn Hvít-Rússum, laugardaginn 6. maí, kl. 14:00.  Leikið verður á Darida Stadium í Minsk og er leikurinn liður í undankeppni fyrir HM 2007.

Stillt er upp í leikaðferðina, 4-4-2 og er byrjunarliðið eftirfarandi:

Markvörður: Þóra Helgadóttir

Hægri bakvörður: Guðlaug Jónsdóttir

Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir

Miðverðir: Ásta Árnadóttir og Guðrún S. Gunnarsdóttir

Hægri kantur: Dóra María Lárusdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Miðjutengiliðir: Katrín Jónsdóttir og Edda Garðarsdóttir

Framherjar: Margrét Lára Viðarsdóttir og Ásthildur Helgadóttir fyrirliði

Smávægileg meiðsli eru í hópnum og er óvíst hvort  Dóra Stefánsdóttir verði leikfær.  Allar aðstæður í Hvíta Rússlandi eru ákjósanlegar og vel fer um hópinn þar ytra.

Búast má við hörkuleik og eru allir hvattir til að líma sig og sína við skjáinn kl. 14:00 á morgun, laugardag.

ÁFRAM ÍSLAND!!