Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Trinidad & Tobago. Liðin mætast á Loftus Road í Lundúnum í kvöld og hefst bein útsending Sýnar kl. 19:30.
Leikurinn í kvöld er sá fyrsti undir stjórn Eyjólfs og hefur hann ákveðið að gefa Helga Val Daníelssyni og Emil Hallfreðssyni tækifæri í byrjunarliðinu, en þeir félagar hafa aldrei áður verið í byrjunarliði í A-landsleik.
Stillt hefur verið upp í hefðbundna 4-4-2 leikaðferð. Reikna má með að áhersla verði lögð á skipulagðan varnarleik með fjögurra manna varnarlínu og tvo varnarsinnaða miðtengiliði, en að kantmennirnir fái frelsi til að sækja af krafti. Þá mun Eiður Smári væntanlega leika aðeins fyrir aftan Heiðar í framlínunni.
Árni Gautur Arason.
Helgi Valur Daníelsson.
Indriði Sigurðsson.
Hermann Hreiðarsson og Ívar Ingimarsson.
Grétar Rafn Steinsson.
Emil Hallfreðsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson og Stefán Gíslason.
Eiður Smári Guðjohnsen (fyrirliði) og Heiðar Helguson.